Erlent

Snúa aftur heim eftir flóðin

Þúsundir Filippseyinga hafa snúið aftur til heimkynna sinna í dag eftir að fjórir fellibyljir með tilheyrandi flóðum og aurskriðum hafa gengið yfir landið undanfarnar tvær vikur. Rúmlega þúsund manns létust eða er enn saknað og eyðileggingin er gríðarleg. Óttast er að kólera, lifrarbólga og og fleiri sjúkdómar kunni að spretta upp í kjölfar flóðanna og hvetja heilbrigðisyfirvöld á Filippseyjum íbúanna til að jarða sína nánustu sem fyrst til að stemma stigu við slíkum faröldrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×