Erlent

Janúkovítsj tilkynnir þátttöku

Forsætisráðherra Úkraínu, Viktor Janúkovítsj, hefur tilkynnt þátttöku sína í nýjum forsetakosningum í landinu og er sannfærður um að bera sigur af hólmi yfir leiðtoga stjórnarandstöðu landsins, Viktori Júsjenko. Stuðningsmenn Janúkovítsj tala um annan sigur þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi gert kosningaúrslit síðustu kosningu ómerk, sökum gruns um víðtækt kosningasvindl og tólf daga fjöldamótmæla í höfuðborg landsins. Fréttaskýrendur spá þó Júsjenko sigri í kosningunum sem ráðgert er að fari fram 26. desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×