Erlent

Tókst ekki að setja lög

Úkraínska þinginu tókst ekki að setja lög í dag til að heimila að forsetakosningarnar í landinu verði endurteknar síðar í mánuðinum, eins og ráðgert hafði verið. Ætlunin var að afgreiða tvö frumvörp: annars vegar breytingu á kosningalögum til að koma í veg fyrir kosningasvik og hins vegar frumvarp um breytingu á stjórnarskránni til að minnka völd forsetans. Þingmenn ríkisstjórnarinnar voru hins vegar mótfallnir því að greidd yrðu atkvæði um bæði frumvörpin í einu og þingfundi því frestað um óákveðinn tíma. Fyrr í dag tilkynnti Viktor Janúkovítsj forsætisráðherra að hann myndi bjóða sig fram að nýju. Fréttaskýrendur spá mótframbjóðandanum, Viktor Júsjenko, sigri í kosningunum sem ráðgert er að fari fram 26. desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×