Sekt fanganna er aukaatriði í augum Bandaríkjastjórnar 4. desember 2004 00:01 Einhver illræmdasti staður jarðkringlunnar er Guantánamo-fangelsið á Kúbu. Þar geymir Bandaríkjastjórn hundruð manna sem hún handsamaði víða um heim í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september. Meðferðin á föngunum hefur sætt mikilli gagnrýni út um allan heim. Efasemdir eru uppi um að vistun þeirra skili árangri, rökstuddur grunur er um að þeir hafi verið pyntaðir og getum hefur verið að því leitt að flestir þeirra séu blásaklaust fólk. Englendingurinn David Rose, blaðamaður á Vanity Fair og Observer, er þessarar skoðunar en í bók sinni um Guantánamo færir hann fyrir henni rök. Bókin kom nýverið út á íslensku og því kom Rose hingað til lands í síðustu viku. Illur aðbúnaður Rúm tvö ár eru síðan Rose heimsótti Delta-búðirnar í Guantánamo og sá með eigin augum aðstæðurnar sem fangarnir búa við. "Hver klefi er á stærð við hjónarúm. Á öðrum langveggnum er fest rúm og ofan á því er þunn dýna. Klósettið er einungis hola í jörðinni og rétt hjá holunni er vatnskrani nánast ofan í gólfinu. Fangarnir mega ekki hafa nein ílát í klefunum og því verða þeir að krjúpa til að geta fengið vatnssopa. Þarna eru þeir geymdir allan sólarhringinn nema tvisvar í viku fá þeir að fara út og gera líkamsæfingar í tuttugu mínútur í senn. Hitinn þarna er fjörtíu gráður og loftkæling engin," segir Rose. Aðbúnaður mannanna brýtur í bága við þau ákvæði Genfarsáttmálans sem lúta að aðbúnaði stríðsfanga. Bandarísk stjórnvöld segja reyndar að fangarnir njóti ekki verndar sáttmálans þar sem þeir eru ekki hermenn heldur "ólöglegir bardagamenn" en engu að síður kveðast þau fara með þá í anda sáttmálans. Þessu vísar Rose algerlega á bug. "Ef Genfarsáttmálinn væri í heiðri hafður fengju fangarnir talsvert frelsi, þeir gætu stundað líkamsrækt og bóklestur og annað í þeim dúr. Þegar George W. Bush sagði á sínum tíma að stjórnvöld myndu fara eftir Genfarsáttmálanum þá las hann ekki upp alla málsgreinina á skjalinu sem endar á orðunum "svo lengi sem hernaðarlegar forsendur leyfa."" Kerfisbundnar barsmíðar Mannréttindasamtök og stjórnvöld víða um lönd hafa gagnrýnt harkalegar yfirheyrsluaðferðir sem iðkaðar eru í Guantánamo og eru að ölllum líkindum með vitund og vilja æðstu ráðamanna í Washington. Fangarnir eru í einangrun vikum saman, svefn þeirra er truflaður, þeim er gert að standa í óþægilegum stöðum og barsmíðar eru daglegt brauð. Rose tekur dæmi af frásögn Tarek Dergoul, bresks fanga sem látinn var laus fyrr á þessu ári. "Hann var á kerfisbundinn hátt laminn af sérstakri viðbúnaðarsveit sem jafnframt stakk hausnum á honum ofan í klósettið og rakaði af honum hár, skegg og augabrúnir. Yfirvöld neituðu þessu ofbeldi staðfastlega. Á dögunum steig hins vegar fram fyrrverandi fangavörður í Guantánamo sem á æfingu hafði farið í gervi fanga. Viðbúnaðarsveitin sem ekki vissi að hann var í raun hermaður lamdi hann svo illa að í dag fær hann tíu flog á dag af völdum barsmíðanna." Þessu til frekari staðfestingar má benda á skýrslu Rauða krossins sem birt var í New York Times í vikunni þar sem harðræðið í búðunum er harðlega gagnrýnt. Bandarísk stjórnvöld hafa þráast við að birta mönnunum ákærur eða leiða þá fyrir dómara. Rose telur ólíklegt að réttað verði yfir nema örfáum þeirra. "Í dag hafa einungis fjórir verið ákærðir. Fjórir saksóknarar og fimm verjendur hafa verið skipaðir. Ég á ekki von að margir fleiri fái réttarhöld, sumum verður ef til vill sleppt, aðrir munu dúsa í búðunum um ókomin ár." Sílin í Guantánamo, hákarlarnir ekki Eftir því sem tíminn hefur liðið verður æ ljósara hversu gagnlitlar upplýsingar hafa fengist úr föngunum í Delta-búðunum og segir Rose einfalda skýringu vera á því. Þessir menn hafa einfaldlega ekkert með hryðjuverk að gera. Margir þeirra voru á röngum stað og á röngum tíma og sumir voru meira segja handsamaðir í löndum víðs fjarri Afganistan, til dæmis í Bosníu og í Afríkuríkjunum Gambíu og Sambíu. Þeir sem tengjast al-Kaída eru að öllum líkindum afar lágt settir og vita lítið. Á hinn bóginn hefur bandaríska stjórnin menn í haldi á borð við Khalid Sheikh Mohammed, sem af mörgum er talinn arkitekt árásanna 11. september, og Abu Zubayadh, sem var meðleigjandi Mohammad Atta í Hamborg og sótti þjálfunarbúðir með honum í Afganistan. "Þeir eru ekki sendir til Guantánamo og eru örugglega ekki yfirheyrðir af ríflega tvítugum strákum sem hafa lokið sextán vikna löngu námskeiði," bendir Rose á. Mannréttindabrot eins og olía á eld Hverju mundi það breyta ef fangarnir 550 sem enn eru í Guantánamo væru raunverulegir hryðjuverkamenn? Væri þá hægt að réttlæta á þeim meðferðina með tilvísun til almannaheilla? Rose er ekki þeirrar skoðunar heldur undirstrikar hann að baráttan gegn hryðjuverkum og virðing fyrir mannréttindum geti farið saman. "Bandaríska ríkisstjórnin telur að mannréttindasáttmálar geri þeim ókleift að berjast gegn hryðjuverkum. Ég held hins vegar að hið gagnstæða sé raunin. Ef mannréttindi eru fótum troðin á eins áberandi og opinberan hátt og gert hefur verið í Abu Ghraib og Guantánamo þá fjölgar hreinlega í röðum hryðjuverkamanna. Í Írak hafa gíslar verið hálshöggnir í appelsínugulum samfestingum og þeir geymdir í klefa sem eru eftirlíking þeirra í Guantánamo, eins og til dæmis Kenneth Bigley." Þolmörk alþjóðalaga þanin Í ljósi þess að flestir fanganna í Guantánamo hafa lítið með hryðjuverk að gera þá hljóta menn að spyrja hvað vaki fyrir bandarískum ráðamönnum, ekki síst þegar höfð er í huga sú gagnrýni sem þeir hafa hlotið vegna málsins. "Ég held að ríkisstjórn Bush sé að láta reyna á það hversu langt hún getur gengið í að losa sig undan viðjum alþjóðaskuldbindinga um mannréttindi. Þeir vita að í fangabúðunum eru afskaplega fáir raunverulegir hryðjuverkamenn en það skiptir einfaldlega ekki máli," segir Rose og bendir máli sínu til stuðnings á rit tveggja hugmyndafræðinga Bush-stjórnarinnar, David Frum og Richard Pearle, An End to Evil. Í lokakafla hennar er fjallað um draumsýn Sameinuðu þjóðanna um friðsælan heim sem stjórnist af lögum og reglu og því haldið fram að þetta markmið sé loks innan seilingar. Það næst hins vegar ekki með diplómatískum leiðum alþjóðastofnana heldur bandarískum hernaðarmætti. 11. september færði þessum mönnum tækifæri sem þeir höfðu beðið eftir þar sem margir komust á þá skoðun að rétt væri að koma fram hefndum við múslima. "Þeir sem eru í Guantánamo báru auðvitað enga ábyrgð á þessum árásum en það virðist ekki skipta neinu máli. Stríðsreksturinn í Írak er annað dæmi, það virðist aukaatriði hvort gereyðingarvopn sé að finna í landinu eða hvort Saddam Hussein hafði einhver tengsl við al-Kaída," bendir Rose á. "Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál fyrir heimsbyggðina alla því Guantánamo sýnir hvernig Bandaríkjamenn þjösnast áfram í krafti styrks síns og traðka á lögum og reglum á meðan. Það er tilhneiging til að líta svo á að fyrst að þarna eru geymdir öfgasinnaðir múslimar þá sé í lagi að beita óvönduðum meðulum. Þetta fólk minni ég á orð mannsins sem fylgdist með uppgangi nasistanna og sagði "Fyrst réðust þeir á gyðingana, síðan sígaunana, síðan hommana og loksins á mig og þig."" Alþjóðasamfélagið getur haft áhrif Rose telur engu að síður að alþjóðasamfélagið gæti spyrnt við fótum tæki það málið alvarlega. "Ég held hins vegar að það geri það ekki. Tony Blair gæti sett miklu meiri þrýsting á Bush ef hann kærði sig um en hann hefur ekki gert það jafnvel þótt nokkrir Bretar séu enn í haldi í búðunum," segir hann ómyrkur í máli. Meira að segja Ísland ætti að hafa sig meira í frammi þrátt fyrir smæðina. "Við megum ekki gleyma að Bush talar mikið um bandamenn sína eins og þá sem eru á listanum yfir staðfastar þjóðir. Ég get ekki sett Íslendingum fyrir í utanríkismálum en mér finnst samt að þið getið komið sterkari skilaboðum á framfæri en að eiga orð við bandaríska sendiherrann," segir breski rithöfundurinn David Rose. DAVID ROSE. Rose segir engan vafa leika á að fangabúðirnar brjóti í bága við helstu mannréttindasáttmála. Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Einhver illræmdasti staður jarðkringlunnar er Guantánamo-fangelsið á Kúbu. Þar geymir Bandaríkjastjórn hundruð manna sem hún handsamaði víða um heim í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september. Meðferðin á föngunum hefur sætt mikilli gagnrýni út um allan heim. Efasemdir eru uppi um að vistun þeirra skili árangri, rökstuddur grunur er um að þeir hafi verið pyntaðir og getum hefur verið að því leitt að flestir þeirra séu blásaklaust fólk. Englendingurinn David Rose, blaðamaður á Vanity Fair og Observer, er þessarar skoðunar en í bók sinni um Guantánamo færir hann fyrir henni rök. Bókin kom nýverið út á íslensku og því kom Rose hingað til lands í síðustu viku. Illur aðbúnaður Rúm tvö ár eru síðan Rose heimsótti Delta-búðirnar í Guantánamo og sá með eigin augum aðstæðurnar sem fangarnir búa við. "Hver klefi er á stærð við hjónarúm. Á öðrum langveggnum er fest rúm og ofan á því er þunn dýna. Klósettið er einungis hola í jörðinni og rétt hjá holunni er vatnskrani nánast ofan í gólfinu. Fangarnir mega ekki hafa nein ílát í klefunum og því verða þeir að krjúpa til að geta fengið vatnssopa. Þarna eru þeir geymdir allan sólarhringinn nema tvisvar í viku fá þeir að fara út og gera líkamsæfingar í tuttugu mínútur í senn. Hitinn þarna er fjörtíu gráður og loftkæling engin," segir Rose. Aðbúnaður mannanna brýtur í bága við þau ákvæði Genfarsáttmálans sem lúta að aðbúnaði stríðsfanga. Bandarísk stjórnvöld segja reyndar að fangarnir njóti ekki verndar sáttmálans þar sem þeir eru ekki hermenn heldur "ólöglegir bardagamenn" en engu að síður kveðast þau fara með þá í anda sáttmálans. Þessu vísar Rose algerlega á bug. "Ef Genfarsáttmálinn væri í heiðri hafður fengju fangarnir talsvert frelsi, þeir gætu stundað líkamsrækt og bóklestur og annað í þeim dúr. Þegar George W. Bush sagði á sínum tíma að stjórnvöld myndu fara eftir Genfarsáttmálanum þá las hann ekki upp alla málsgreinina á skjalinu sem endar á orðunum "svo lengi sem hernaðarlegar forsendur leyfa."" Kerfisbundnar barsmíðar Mannréttindasamtök og stjórnvöld víða um lönd hafa gagnrýnt harkalegar yfirheyrsluaðferðir sem iðkaðar eru í Guantánamo og eru að ölllum líkindum með vitund og vilja æðstu ráðamanna í Washington. Fangarnir eru í einangrun vikum saman, svefn þeirra er truflaður, þeim er gert að standa í óþægilegum stöðum og barsmíðar eru daglegt brauð. Rose tekur dæmi af frásögn Tarek Dergoul, bresks fanga sem látinn var laus fyrr á þessu ári. "Hann var á kerfisbundinn hátt laminn af sérstakri viðbúnaðarsveit sem jafnframt stakk hausnum á honum ofan í klósettið og rakaði af honum hár, skegg og augabrúnir. Yfirvöld neituðu þessu ofbeldi staðfastlega. Á dögunum steig hins vegar fram fyrrverandi fangavörður í Guantánamo sem á æfingu hafði farið í gervi fanga. Viðbúnaðarsveitin sem ekki vissi að hann var í raun hermaður lamdi hann svo illa að í dag fær hann tíu flog á dag af völdum barsmíðanna." Þessu til frekari staðfestingar má benda á skýrslu Rauða krossins sem birt var í New York Times í vikunni þar sem harðræðið í búðunum er harðlega gagnrýnt. Bandarísk stjórnvöld hafa þráast við að birta mönnunum ákærur eða leiða þá fyrir dómara. Rose telur ólíklegt að réttað verði yfir nema örfáum þeirra. "Í dag hafa einungis fjórir verið ákærðir. Fjórir saksóknarar og fimm verjendur hafa verið skipaðir. Ég á ekki von að margir fleiri fái réttarhöld, sumum verður ef til vill sleppt, aðrir munu dúsa í búðunum um ókomin ár." Sílin í Guantánamo, hákarlarnir ekki Eftir því sem tíminn hefur liðið verður æ ljósara hversu gagnlitlar upplýsingar hafa fengist úr föngunum í Delta-búðunum og segir Rose einfalda skýringu vera á því. Þessir menn hafa einfaldlega ekkert með hryðjuverk að gera. Margir þeirra voru á röngum stað og á röngum tíma og sumir voru meira segja handsamaðir í löndum víðs fjarri Afganistan, til dæmis í Bosníu og í Afríkuríkjunum Gambíu og Sambíu. Þeir sem tengjast al-Kaída eru að öllum líkindum afar lágt settir og vita lítið. Á hinn bóginn hefur bandaríska stjórnin menn í haldi á borð við Khalid Sheikh Mohammed, sem af mörgum er talinn arkitekt árásanna 11. september, og Abu Zubayadh, sem var meðleigjandi Mohammad Atta í Hamborg og sótti þjálfunarbúðir með honum í Afganistan. "Þeir eru ekki sendir til Guantánamo og eru örugglega ekki yfirheyrðir af ríflega tvítugum strákum sem hafa lokið sextán vikna löngu námskeiði," bendir Rose á. Mannréttindabrot eins og olía á eld Hverju mundi það breyta ef fangarnir 550 sem enn eru í Guantánamo væru raunverulegir hryðjuverkamenn? Væri þá hægt að réttlæta á þeim meðferðina með tilvísun til almannaheilla? Rose er ekki þeirrar skoðunar heldur undirstrikar hann að baráttan gegn hryðjuverkum og virðing fyrir mannréttindum geti farið saman. "Bandaríska ríkisstjórnin telur að mannréttindasáttmálar geri þeim ókleift að berjast gegn hryðjuverkum. Ég held hins vegar að hið gagnstæða sé raunin. Ef mannréttindi eru fótum troðin á eins áberandi og opinberan hátt og gert hefur verið í Abu Ghraib og Guantánamo þá fjölgar hreinlega í röðum hryðjuverkamanna. Í Írak hafa gíslar verið hálshöggnir í appelsínugulum samfestingum og þeir geymdir í klefa sem eru eftirlíking þeirra í Guantánamo, eins og til dæmis Kenneth Bigley." Þolmörk alþjóðalaga þanin Í ljósi þess að flestir fanganna í Guantánamo hafa lítið með hryðjuverk að gera þá hljóta menn að spyrja hvað vaki fyrir bandarískum ráðamönnum, ekki síst þegar höfð er í huga sú gagnrýni sem þeir hafa hlotið vegna málsins. "Ég held að ríkisstjórn Bush sé að láta reyna á það hversu langt hún getur gengið í að losa sig undan viðjum alþjóðaskuldbindinga um mannréttindi. Þeir vita að í fangabúðunum eru afskaplega fáir raunverulegir hryðjuverkamenn en það skiptir einfaldlega ekki máli," segir Rose og bendir máli sínu til stuðnings á rit tveggja hugmyndafræðinga Bush-stjórnarinnar, David Frum og Richard Pearle, An End to Evil. Í lokakafla hennar er fjallað um draumsýn Sameinuðu þjóðanna um friðsælan heim sem stjórnist af lögum og reglu og því haldið fram að þetta markmið sé loks innan seilingar. Það næst hins vegar ekki með diplómatískum leiðum alþjóðastofnana heldur bandarískum hernaðarmætti. 11. september færði þessum mönnum tækifæri sem þeir höfðu beðið eftir þar sem margir komust á þá skoðun að rétt væri að koma fram hefndum við múslima. "Þeir sem eru í Guantánamo báru auðvitað enga ábyrgð á þessum árásum en það virðist ekki skipta neinu máli. Stríðsreksturinn í Írak er annað dæmi, það virðist aukaatriði hvort gereyðingarvopn sé að finna í landinu eða hvort Saddam Hussein hafði einhver tengsl við al-Kaída," bendir Rose á. "Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál fyrir heimsbyggðina alla því Guantánamo sýnir hvernig Bandaríkjamenn þjösnast áfram í krafti styrks síns og traðka á lögum og reglum á meðan. Það er tilhneiging til að líta svo á að fyrst að þarna eru geymdir öfgasinnaðir múslimar þá sé í lagi að beita óvönduðum meðulum. Þetta fólk minni ég á orð mannsins sem fylgdist með uppgangi nasistanna og sagði "Fyrst réðust þeir á gyðingana, síðan sígaunana, síðan hommana og loksins á mig og þig."" Alþjóðasamfélagið getur haft áhrif Rose telur engu að síður að alþjóðasamfélagið gæti spyrnt við fótum tæki það málið alvarlega. "Ég held hins vegar að það geri það ekki. Tony Blair gæti sett miklu meiri þrýsting á Bush ef hann kærði sig um en hann hefur ekki gert það jafnvel þótt nokkrir Bretar séu enn í haldi í búðunum," segir hann ómyrkur í máli. Meira að segja Ísland ætti að hafa sig meira í frammi þrátt fyrir smæðina. "Við megum ekki gleyma að Bush talar mikið um bandamenn sína eins og þá sem eru á listanum yfir staðfastar þjóðir. Ég get ekki sett Íslendingum fyrir í utanríkismálum en mér finnst samt að þið getið komið sterkari skilaboðum á framfæri en að eiga orð við bandaríska sendiherrann," segir breski rithöfundurinn David Rose. DAVID ROSE. Rose segir engan vafa leika á að fangabúðirnar brjóti í bága við helstu mannréttindasáttmála.
Erlent Fréttir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira