Erlent

Börn meðal slasaðra

Sex slösuðust í gríðarmikilli sprengingu sem varð vegna gasleka í íbúð á annarri hæð í tveggja hæða húsi í úthverfi Rómar á Ítalíu á laugardag. Meðal slasaðra voru þrjú börn, að sögn yfirvalda. Maður og fjögurra mánaða gamall sonur hans voru sagðir alvarlega slasaðir. Þá sagði slökkviliðið í Róm að í hópi slasaðra hefði einnig verið fjórtán ára gömul stúlka. Gassprengingar eru sagðar eiga sér stað stöku sinnum á Ítalíu, en margir nota frekar gaskúta til hitunar en dýran vatnshitunarbúnað. Í síðasta mánuði létust þar átta í gassprengingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×