Erlent

Áfall fyrir Júsjenkó

Úkraínuþing gerði hlé á störfum sínum í gær án þess að komið yrði að lagabreytingum sem stjórnarandstæðingar hafa farið fram á og komið hefðu getað í veg fyrir svindl þegar forsetakosningarnar verða endurteknar síðar í mánuðinum. Þingfundi var frestað í tíu daga, en kosningarnar eiga að fara fram á annan í jólum. Þingfrestunin þykir nokkuð áfall fyrir Viktor Júsjenkó og stuðningsmenn hans. Ætlunin var að koma lögunum sem komið gætu í veg fyrir kosningasvindl í gegnum þingið með hraði og þóttu góðar líkur á að það tækist í ljósi dóms hæstaréttar landsins á föstudag, sem ógilti fyrri forsetakosningarnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×