Erlent

Föngum misþyrmt

Blaðamaður alþjóðlegu fréttastofunnar AP fann ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn misþyrma föngum í Írak á vefsíðu þar sem ljósmyndir gagna kaupum og sölum. Konan sem rekur síðuna segir að eiginmaður hennar hafi komið með myndirnar frá Írak eftir herþjónustu. Sérsveitir bandaríska sjóhersins hafa hafið rannsókn á myndum þar sem hermenn eru sýndir níðast á handjárnuðum föngum, sumum blinduðum með hettum. Þá sýna myndir blóðuga fanga þar sem byssu er beint að höfði eins þeirra. Á sumum myndanna er dagsetning sem bendir til að þær hafi verið teknar í maí í fyrra og þar með meðal fyrstu dæma um illa meðferð fanga í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×