Erlent

Leitin að bin Laden skilar engu

Leitin að Osama bin Laden er ekki að skila neinum árangri að sögn Pervez Musharrafs, forseta Pakistans. Í viðtali við Washington Post í dag segir forsetinn að pakistönsk stjórnvöld séu enn að leita bin Ladens af fullum krafti en viðurkennir að það eina sem sú leit hafi skilað að undanförnu sé fullvissan um að hryðjuverkamaðurinn alræmdi er á lífi. Rúmlega þrjú ár eru liðin síðan leitin að bin Laden hófst í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 en því er einatt haldið fram að hann leynist í fjalllendinu á landamærum Afghanistans og Pakistans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×