Erlent

Sprengja aftengd á Spáni

Spænska lögreglan aftengdi í morgun sprengju sem komið hafði verið fyrir í borginni Almeria. Sprengjan var í tösku sem skilin var eftir við eitt af torgunum í borginni. Hún hefði sprungið um hádegisbil á morgun hefði lögregla ekki gripið inn í. Grunur leikur á að ETA hafi komið sprengjunni fyrir en samtökin sprengdu fimm sprengjur samtímis á föstudag í fyrstu stórfelldu árás sinni í tvö ár. Samtökin hafa verið starfandi í 36 ár og eru sögð bera ábyrgð á dauða meira en 800 manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×