Erlent

Hættir í stjórnmálum

Mohammad Khatami, forseti Írans, segist ekki geta beðið eftir því að öðru kjörtímabili hans í embætti ljúki á næsta ári. "Ég tel stundirnar þangað til afskiptum mínum af stjórnmálum lýkur," sagði Khatami, greinilega orðinn mjög leiður í starfi. Í stað þess að halda áfram í stjórnmálum að loknu kjörtímabilinu ætlar hann að njóta elliáranna í háskólaumhverfi. Khatami hefur verið harðlega gagnrýndur af íhaldssinnum fyrir að hrista upp í kerfinu og reyna að gera Íran að frjálslyndara ríki. Hann var fyrst kosinn forseti 1997 og aftur fjórum árum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×