Erlent

Ítalir áfram í Írak

Ítalir ætla að hafa hermenn sína áfram í Írak, þartil þarlend stjórnvöld segja að ekki sé þörf fyrir þá lengur. Gianfranco Fini, utanríkisráðherra, skýrði frá þessu í viðtali við breskt dagblað í dag. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Ítalir ætluðu að kalla lið sitt heim eftir kosningarnar í Írak, í næsta mánuði. Fini sagði að þetta væri á misskilningi byggt. Ítalir hafa um þrjúþúsund manna herlið, í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×