Erlent

Varað við flóðbylgju

Jarðskjálfti upp á sjö á Richter skók japönsku eynna Hokkaido fyrir stundu. Fréttir af atburðinum eru afar óljósar enn sem komið er en þó er vitað að tjón hefur orðið á byggingum og að fólk hefur slasast. Truflanir hafa orðið á samgöngum og orkuflutningi, en kjarnorkuver á svæðinu laskaðist ekki. Yfirvöld vöruðu fyrir skömmu við hættu á flóðbylgju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×