Erlent

Mafían heldur áfram að drepa

Tveir menn til viðbótar hafa verið drepnir í innbyrðis átökum mafíunnar í Napolí. Annar maðurinn var veitingastaðaeigandi, sem var skotinn margoft í höfuðið um hábjartan dag fyrir framan viðskiptavini sína. Þar með hafa yfir 100 manns verið myrtir í átökum mafíunnar í Napolí á þessu ári. Innanríkisráðherra Ítalíu heimsótti borgina á laugardaginn og sagðist við það tilefni myndu gera allt til þess að enda blóðbaðið, meðal annars með því að auka til muna lögregluafla í borginni. Talið er að rekja megi stóran hluta morðanna til klofnings innan mafíunnar, sem valdið hefur gríðarlegri togstreitu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×