Trúir á hagvöxt til 2010 6. desember 2004 00:01 Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 29 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008. Þá koma skattalækkanirnar fram að mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hagvöxt svona langt fram í tímann. Hann telur þvert á móti að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. "Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt. Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt," segir Einar Oddur. Hann telur Íslendinga eiga fyrir skattalækkuninni eins og haldið hefur verið fram og bendir á að ríkissjóður standi betur en ríkissjóður flestra annarra Evrópuríkja. Ef hagvöxtur dytti niður þá sé réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla um tíma til þess að keyra atvinnulífið upp að nýju. "Við teljum reynsluna sýna að mjög mikið tekjuinnstreymi til ríkisins á uppgangstímum hafi alltaf leitt til þess að útgjöldin aukist jafn mikið. Þegar niðursveiflan kemur þá fara tekjurnar niður líka en í alþjóðlegu samhengi ræður hið opinbera ekki við að ná niður útgjöldum ríkisins í velferðarmálum. Þau geta haft áhrif á fjárfestinguna en ekki á samneysluna þannig að við teljum hættulegt að taka inn miklar tekjur. Reynslan er sú að menn hafa of lítið mótstöðuafl gegn kröfum um breytingar. Það er okkar pólitíska markmið að ríkið þenjist ekki út." Hægt verður á þenslunni hjá hinu opinbera árin 2007 til 2008 og mun það koma fram í öllum ráðuneytum nema menntamálaráðuneytinu. Í þinginu er verið að samþykkja átta prósenta aukningu í heilbrigðismálum, sem Einar Oddur segir að sé 4-4,5 prósenta raunaukning. Það sé alltof mikil aukning. Íslendingar eyði of miklu í heilbrigðismál miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það sé skipulagsmál sem ekki verði komist hjá að ganga í á næstu árum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir 29 milljarða halla á rekstri ríkissjóðs á árunum 2007 og 2008. Þá koma skattalækkanirnar fram að mestum þunga. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ekki hægt að spá með vissu um hagvöxt svona langt fram í tímann. Hann telur þvert á móti að ýmis teikn séu á lofti um að hagvöxtur haldi áfram að minnsta kosti fram til 2010. "Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt. Ég trúi því í hjarta mínu og það er ýmislegt sem ég þykist vita um, en get ekkert fullyrt um eða rökstutt með hlutlægum rökum. Það er rétt að þetta er í samræmi við það sem fjármálaráðuneytið hefur birt," segir Einar Oddur. Hann telur Íslendinga eiga fyrir skattalækkuninni eins og haldið hefur verið fram og bendir á að ríkissjóður standi betur en ríkissjóður flestra annarra Evrópuríkja. Ef hagvöxtur dytti niður þá sé réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla um tíma til þess að keyra atvinnulífið upp að nýju. "Við teljum reynsluna sýna að mjög mikið tekjuinnstreymi til ríkisins á uppgangstímum hafi alltaf leitt til þess að útgjöldin aukist jafn mikið. Þegar niðursveiflan kemur þá fara tekjurnar niður líka en í alþjóðlegu samhengi ræður hið opinbera ekki við að ná niður útgjöldum ríkisins í velferðarmálum. Þau geta haft áhrif á fjárfestinguna en ekki á samneysluna þannig að við teljum hættulegt að taka inn miklar tekjur. Reynslan er sú að menn hafa of lítið mótstöðuafl gegn kröfum um breytingar. Það er okkar pólitíska markmið að ríkið þenjist ekki út." Hægt verður á þenslunni hjá hinu opinbera árin 2007 til 2008 og mun það koma fram í öllum ráðuneytum nema menntamálaráðuneytinu. Í þinginu er verið að samþykkja átta prósenta aukningu í heilbrigðismálum, sem Einar Oddur segir að sé 4-4,5 prósenta raunaukning. Það sé alltof mikil aukning. Íslendingar eyði of miklu í heilbrigðismál miðað við aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það sé skipulagsmál sem ekki verði komist hjá að ganga í á næstu árum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Sjá meira