Innlent

Svefnlyfjaneysla barna og heimildar­mynd um úkraínska flótta­menn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra en gera má ráð fyrir að fjöldi þeirra sem innbyrða efnið sé mun meiri þar sem hægt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum. Tryggvi Helgason barnalæknir segist hafa áhyggjur af þessari þróun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þar fylgjumst við einnig með niðurstöðum þingkosninga í Þýskalandi. Kjörstaðir lokuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og von er á inngönguspám innan skamms. Stjórnmálafræðingurinn Auðunn Arnórsson rýnir í tölurnar með okkur.

Við heimsækjum úkraínskan flóttamann, sem leikstýrði heimildarmynd um úkraínska flóttamenn á Íslandi sem verður frumsýnd á morgun þegar þrjú ár verða liðin frá innrás Rússa.

Minnstu loðnuvertíð sögunnar er að ljúka, verði ekki gefinn út viðbótarkvóti. Vinnslustöðin, sem fékk tæp 550 tonn af kvóta, segir kvótann lítinn en kærkominn.

Ísland mætir Tyrkjum í lokaleik liðsins í undankeppni Eurobasket á Laugardalsvelli í kvöld. Mikil spenna er fyrir leiknum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×