Erlent

Janúkovitsj berst áfram

Viktor Janúkovitsj, forsætisráðherra Úkraínu, hét því í gær að taka þátt í endurtekningu seinni umferðar forsetakosninganna sem fram fara 26. desember. Fyrr um daginn hafði Leoníd Kútsjma forseti í raun hvatt Janúkovitsj til að draga sig í hlé. "Ég ég væri hann, myndi ég ekki undir nokkrum kringumstæðum halda áfram í framboði," sagði Kútsjma í viðtali við The New York Times. "Ég útiloka ekki að við höfum þjóðaratkvæðagreiðslu frekar en kosningu með einum frambjóðanda," sagði Kútsjma og benti á að þannig gætu kosningarnar snúist um hvort fólk segði já eða nei við því að Viktor Júsjenkó yrði næsti forseti Úkraínu. "Ég sæti þrýstingi en ákvörðun mín er engum vafa undirorpin. Ég held baráttunni áfram vegna þess að það eru milljónir Úkraínumanna sem styðja mig," sagði Janúkovitsj. Vladimir Pútín Rússlandsforseti, sem stutt hefur Janúkovitsj, sagðist í gær reiðubúinn til að vinna með hverjum þeim sem yrði kjörinn forseti Úkraínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×