Erlent

Fimm særðust í sprengjuárásum

Fimm særðust þegar sjö sprengjur sprungu í jafnmörgum spænskum borgum á innan við hálftíma í gær. Sprengjuárásirnar voru verk ETA, aðskilnaðarhreyfingar Baska, sem varaði við því skömmu áður en sprengjurnar sprungu að sprengingarnar væru yfirvofandi. Tvær af sprengjunum sjö ollu fólki skaða, tveir lögreglumenn og einn óbreyttur borgari særðust í sprengingu í Ciudad Real og tveir særðust í Santillana del Mar. Sár allra voru minniháttar. Fimm sprengjur sprungu í Madríd og nágrenni á föstudag. Þær voru líka verk ETA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×