Erlent

Pinochet fékk 12 milljónir dala

Einræðisherrann Augusto Pinochet fékk ríflega 12 milljónir bandaríkjadala frá Bandaríkjastjórn og fleirum á valdatíma sínum í „ferða- og þjónustustyrki". Pinochet fékk 3 milljónir dala frá Bandaríkjamönnum árið 1976 og eina til þrjár milljónir frá Kínverjum, Bretum, Paragvæum, Spánverjum og Brasilíumönnum á hinum ýmsu tímabilum valdatíma síns. Yfir 3 þúsund manns hurfu eða voru myrtir í pólitískum átökum í Chile í valdatíð Pinochets og yfir 28 þúsund máttu sæta pyntingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×