Erlent

6 þúsund manns sagt upp hjá BBC

Allt að 6 þúsund starfsmönnum breska ríkissjónvarpsins BBC kann að verða sagt upp í dag vegna mikils niðurskurðar sem blasir við. Stjórnarformaður BBC mun tilkynna starfsmönnum um hve mörgum verður sagt upp vegna niðurskurðarins á fundi síðar í dag, þar sem tilkynntar verða niðurstöður rannsókna á því hvort BBC-fréttastofan sé að skila skattborgurum Bretlands því sem þeir eiga skilið fyrir peningana sína. Alls starfa tæplega 28 þúsund manns hjá BBC.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×