Erlent

3 féllu í árásum Palestínumanna

Þrír ísraelskir hermenn féllu þegar palestínskir skæruliðar sprengdu sprengju nærri ísraelskri herstöð á Gasa-ströndinni í morgun. Talsmenn palestínskra öryggisyfirvalda segja félaga í Hamas-samtökunum hafa staðið fyrir árásinni. Ísraelsher brást við með því að senda árásarþyrlur á staðinn, og skutu þær á bækisstöðvar skæruliða í hefndarskyni. Einn Palestínumaður féll í einni árásinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×