Erlent

Lítil samúð vegna föðurmissis

Sextán ára stúlka, sem stundar nám við Kongsbakken framhaldskólann i Tromsö, mætti litlum skilningi kennara og skólastjóra skólans er faðir hennar lést á dögunum. Þegar stúlkan mætti ekki í skólann, daginn eftir andlátið, fékk hún skróp skráð á sig í kladdann. Sagan endurtók sig þegar hún fylgdi föður sínum til grafar því þá fékk hún aftur skráða á sig óheimila fjarvist. Og ekki bara það því til stóð að banna henni að mæta til prófs vegna skrópanna. Móðir stúlkunnar kvartaði að sjálfsögðu við skólastjóra en fékk þau svör að fjarvera vegna veikinda, eða krónískra sjúkdóma væru einu lögmætu fjarvistirnar frá skólanum. Það var ekki fyrr en dagblaðið, Nordlys, fór í málið að skólastjóri gaf eftir og sagði óvíst að fjarvistirnar myndu hafa áhrif á frekari skólagöngu stúlkunnar föðurlausu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×