Ferskt og hollt fyrir barnið 7. desember 2004 00:01 Meðal þess fræðsluefnis sem foreldrum er rétt á heilsugæslustöðinni er bæklingur sem heitir Næring ungbarna og þar er farið vel og ítarlega yfir það hvað er óhætt að gefa barninu á ýmsum aldursskeiðum og hvers það þarfnast. Þar eru líka leiðbeiningar um hvernig búa má til allan mat sjálfur. Margir foreldrar brosa út í annað og hugsa: það er ábyggilega fínt, en ætli maður hafi nú ekki nóg annað að gera og svo eru matvörubúðirnar fullar af gæðastöðluðum krukkum og pökkum með barnamat sem er áreiðanlega fínn og svo er grauturinn járnbættur og þetta er svo þægilegt ... Og vissulega er þetta þægilegt en þegar að er gáð er úrvalið kannski ekki eins mikið og það lítur út fyrir að vera þannig að til lengdar verður þessi matur leiðigjarn fyrir barnið. Frá sex mánaða aldri mega börn borða ýmiss konar ávexti og grænmeti, þar á meðal kartöflur, rófur, rauðrófur, gulrætur, brokkolí, blómkál, baunir og maískorn, epli, perur, banana og melónur. Snögg leit í barnamatshillunni úti í hverfisbúðinni skilaði aðeins tveimur af þessum grænmetistegundum, þótt úrvalið af ávaxtamaukinu væri heldur skárra. Í grænmetis- og ávaxtaborðinu svigna allar hillur undan hvers kyns nýmeti, og hvað er í raun einfaldara en að kaupa það, sjóða, stappa og mauka? Sá sem á blandara eða töfrasprota getur hæglega útbúið talsvert magn af hverri tegund og fryst í litlum skömmtum sem er auðvelt að afþíða, til dæmis í klakaboxum, og þá er alltaf hægt að velja á milli nokkurra fæðutegunda þegar kemur að matartímanum. Auðvitað sýnir sig líka fljótt að þetta er líka miklu ódýrara. Með þessu móti má prófa sig áfram með bragð- og fæðutegundir, til dæmis með því að mauka saman nokkrar tegundir af ávöxtum eða grænmeti, kjöti, fiski, pasta eða hrísgrjónum, allt eftir því hvað barnið er farið að borða, og bæta út í mjólk, ólífuolíu, smjöri eða öðru slíku til að mýkja og bragðbæta. Allt hráefnið á að vera ferskt og ómeðhöndlað þegar það er eldað, og sem nýjast. Athugið að hnetur eða möndlur á aldrei að gefa ungbarni. Ef einhver vafi kemur upp um það hvað óhætt er að gefa barninu að borða er til dæmis hægt að leita upplýsinga hjá ungbarnaeftirlitinu á heilsugæslustöðinni. "Ávaxtakombó" fyrir sjö mánaða 3 bananar, vel þroskaðir 1 gul melóna 2 stór epli 2 perur Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og perurnar og setjið í pott með sjóðandi vatni. Sjóðið þar til ávextirnir eru mjúkir, gætið þess að ofsjóða ekki, því þá breytast eplin í eplamauk. 8-10 mínútur er kappnóg. Setjð í blandara ásamt banönum í bitum og aldinkjötinu úr melónunni. Blandið hressilega í 2-3 mínútur, eða þar til maukið er jafnt og kekkjalaust. Þetta mauk má bera fram eitt sér sem "eftirrétt" eða sem snarl á milli aðalmáltíða, og setja út á graut, ab-mjólk, skyr eða annan spónamat. Kjötréttur kornabarnsins 300-400 g magurt kjöt, t.d. af framhrygg 6-8 meðalstórar kartöflur 3-4 gulrætur 1 rófa, eða svipað magn af öðru grænmeti – brokkolí, blómkáli, maís eða grænum baunum fersk, fínsöxuð steinselja ef vill Sjóðið kjötið í um það bil lítra af vatni þar til það er vel meyrt. Þvoið og afhýðið grænmetið, skerið það í teninga og látið það sjóða með kjötinu síðustu 15 mínúturnar. Maukið allt saman vel í blandara (má líka nota töfrasprota) og þynnið með soðvatninu ef þurfa þykir. Til að búa til fiskrétt má fara eins að, nota fisk í staðinn fyrir kjöt og þar sem fiskur þarf styttri suðu er óhætt að hafa grænmetið í suðunni allan tímann. Grænmetisréttur Þvoið, afhýðið og sjóðið vel nokkrar tegundir af grænmeti, til dæmis brokkolí, blómkál, gulrætur og kartöflur, og maukið saman í blandara. Hlutföllin skipta í sjálfu sér ekki máli. Bætið vænni slettu af smjöri eða ólífuolíu út í og jafnið vel. Hádegishafragrautur 1/2 dl hafragrjón 1 dl vatn eða stoðmjólk (1/4 dl í viðbót ef eldað í örbylgjuofni) 10-12 rúsínur fjórðungur úr epli, peru eða banana Setjið haframjöl og vatn í pott, eða ílát sem má fara í örbylgjuofn. Saxið rúsínurnar smátt og rífið epli eða peru, eða stappið banana, og setjið saman við. Látið koma upp suðu og sjóðið í eina mínútu við vægan hita á eldavélinni, eða eldið í tvær og hálfa mínútu á mesta styrk í örbylgjuofni. Þynnið með vatni eða stoðmjólk ef þurfa þykir og gætið þess að grauturinn fái að kólna svolítið áður en hann er borðaður. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Meðal þess fræðsluefnis sem foreldrum er rétt á heilsugæslustöðinni er bæklingur sem heitir Næring ungbarna og þar er farið vel og ítarlega yfir það hvað er óhætt að gefa barninu á ýmsum aldursskeiðum og hvers það þarfnast. Þar eru líka leiðbeiningar um hvernig búa má til allan mat sjálfur. Margir foreldrar brosa út í annað og hugsa: það er ábyggilega fínt, en ætli maður hafi nú ekki nóg annað að gera og svo eru matvörubúðirnar fullar af gæðastöðluðum krukkum og pökkum með barnamat sem er áreiðanlega fínn og svo er grauturinn járnbættur og þetta er svo þægilegt ... Og vissulega er þetta þægilegt en þegar að er gáð er úrvalið kannski ekki eins mikið og það lítur út fyrir að vera þannig að til lengdar verður þessi matur leiðigjarn fyrir barnið. Frá sex mánaða aldri mega börn borða ýmiss konar ávexti og grænmeti, þar á meðal kartöflur, rófur, rauðrófur, gulrætur, brokkolí, blómkál, baunir og maískorn, epli, perur, banana og melónur. Snögg leit í barnamatshillunni úti í hverfisbúðinni skilaði aðeins tveimur af þessum grænmetistegundum, þótt úrvalið af ávaxtamaukinu væri heldur skárra. Í grænmetis- og ávaxtaborðinu svigna allar hillur undan hvers kyns nýmeti, og hvað er í raun einfaldara en að kaupa það, sjóða, stappa og mauka? Sá sem á blandara eða töfrasprota getur hæglega útbúið talsvert magn af hverri tegund og fryst í litlum skömmtum sem er auðvelt að afþíða, til dæmis í klakaboxum, og þá er alltaf hægt að velja á milli nokkurra fæðutegunda þegar kemur að matartímanum. Auðvitað sýnir sig líka fljótt að þetta er líka miklu ódýrara. Með þessu móti má prófa sig áfram með bragð- og fæðutegundir, til dæmis með því að mauka saman nokkrar tegundir af ávöxtum eða grænmeti, kjöti, fiski, pasta eða hrísgrjónum, allt eftir því hvað barnið er farið að borða, og bæta út í mjólk, ólífuolíu, smjöri eða öðru slíku til að mýkja og bragðbæta. Allt hráefnið á að vera ferskt og ómeðhöndlað þegar það er eldað, og sem nýjast. Athugið að hnetur eða möndlur á aldrei að gefa ungbarni. Ef einhver vafi kemur upp um það hvað óhætt er að gefa barninu að borða er til dæmis hægt að leita upplýsinga hjá ungbarnaeftirlitinu á heilsugæslustöðinni. "Ávaxtakombó" fyrir sjö mánaða 3 bananar, vel þroskaðir 1 gul melóna 2 stór epli 2 perur Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og perurnar og setjið í pott með sjóðandi vatni. Sjóðið þar til ávextirnir eru mjúkir, gætið þess að ofsjóða ekki, því þá breytast eplin í eplamauk. 8-10 mínútur er kappnóg. Setjð í blandara ásamt banönum í bitum og aldinkjötinu úr melónunni. Blandið hressilega í 2-3 mínútur, eða þar til maukið er jafnt og kekkjalaust. Þetta mauk má bera fram eitt sér sem "eftirrétt" eða sem snarl á milli aðalmáltíða, og setja út á graut, ab-mjólk, skyr eða annan spónamat. Kjötréttur kornabarnsins 300-400 g magurt kjöt, t.d. af framhrygg 6-8 meðalstórar kartöflur 3-4 gulrætur 1 rófa, eða svipað magn af öðru grænmeti – brokkolí, blómkáli, maís eða grænum baunum fersk, fínsöxuð steinselja ef vill Sjóðið kjötið í um það bil lítra af vatni þar til það er vel meyrt. Þvoið og afhýðið grænmetið, skerið það í teninga og látið það sjóða með kjötinu síðustu 15 mínúturnar. Maukið allt saman vel í blandara (má líka nota töfrasprota) og þynnið með soðvatninu ef þurfa þykir. Til að búa til fiskrétt má fara eins að, nota fisk í staðinn fyrir kjöt og þar sem fiskur þarf styttri suðu er óhætt að hafa grænmetið í suðunni allan tímann. Grænmetisréttur Þvoið, afhýðið og sjóðið vel nokkrar tegundir af grænmeti, til dæmis brokkolí, blómkál, gulrætur og kartöflur, og maukið saman í blandara. Hlutföllin skipta í sjálfu sér ekki máli. Bætið vænni slettu af smjöri eða ólífuolíu út í og jafnið vel. Hádegishafragrautur 1/2 dl hafragrjón 1 dl vatn eða stoðmjólk (1/4 dl í viðbót ef eldað í örbylgjuofni) 10-12 rúsínur fjórðungur úr epli, peru eða banana Setjið haframjöl og vatn í pott, eða ílát sem má fara í örbylgjuofn. Saxið rúsínurnar smátt og rífið epli eða peru, eða stappið banana, og setjið saman við. Látið koma upp suðu og sjóðið í eina mínútu við vægan hita á eldavélinni, eða eldið í tvær og hálfa mínútu á mesta styrk í örbylgjuofni. Þynnið með vatni eða stoðmjólk ef þurfa þykir og gætið þess að grauturinn fái að kólna svolítið áður en hann er borðaður.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp