Erlent

Barghouti íhugar að hætta við

Marwan Barghouti, herskár leiðtogi úr röðum Palestínumanna og frambjóðandi í forsetakosningum í Palestínu, íhugar að hætta við framboð. Barghouti situr í fangelsi í Ísrael en hann var sakfelldur fyrir fimm morð. Hann er hins vegar mjög vinsæll meðal Palestínumanna, einkum yngri, herskárri Palestínumanna. Hann er hins vegar félagi í Fatah-hreyfingunni sem tilnefnt hefur Mahmoud Abbas sem frambjóðanda sinn. Abbas er hófsamur en ekki jafn vinsæll. Barghouti mun ekki vilja valda klofningi innan hreyfingarinnar. Hann ætlar því að ráðfæra sig við málsmetandi Palestínumenn og taka ákvörðun í framhaldinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×