Erlent

Bandaríkin og Rússland deila

Ágreiningur Bandaríkjanna og Rússlands kom í veg fyrir að niðurstaða fengist um kosningaeftirlit á fundi utanríkisráðherra Samtaka um öryggi og samvinnu í Evrópu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Vesturlönd leggja annan mælikvarða á kosningar í fyrrverandi Sovétlýðveldum en heima hjá sér. Hann varaði Vesturlönd við því að skipta sér af framgangi mála í landinu og talsmenn stjórnvalda í Washington vísuðu þeim ávirðingum á bug. Sveinn Björnsson, sendiherra og staðgengill Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra á fundinum, áréttaði mikilvægi starfsemi stofnunarinnar á sviði átakavarna, eflingu mannréttinda og lýðræðis auk aðgerða til að efla traust í samskiptum ríkja á sviði öryggismála. Með framlagi stofnunarinnar á ofangreindum sviðum gegndi ÖSE þýðingarmiklu hlutverki við að tryggja stöðugleika og festalýðræði í sessi. Sveinn áréttaði einnig í ávarpi sínu mikilvægi starfa ÖSE í baráttunni gegn mansali.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×