Erlent

Norrænt sendiráð í Páfagarði?

Ætlar sænska ríkisstjórnin að hafa frumkvæði að því að setja upp sendiráð með öðrum norrænum ríkjum í Páfagarði? Sænski þingmaðurinn Agne Hansson vildi fá svar við þessu í fyrirspurnartíma í sænska þinginu. Vegna sparnaðaraðgerða lögðu Svíar niður sendiráð sitt í Páfagarði á árinu 2001. Laila Freivalds, utanríkisráðherra Svía, sagði samskiptum við Páfagarð nú sinnt með sendiherra í Stokkhólmi og ekki væri fyrirhugað að breyta því. Þetta kemur fram í fréttabréfi Norðurlandaráðs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×