Erlent

Ærðist og keyrði bræður niður

Kona keyrði tvo bræður á táningsaldri niður og reyndi að keyra yfir þann þriðja eftir að golfbolti sem þeir voru að leika sér með á bílastæði verslunarmiðstöðvar í Flórída lenti á bíl hennar. Bræðurnir voru að skoppa golfbolta á bílastæðinu þegar hann skoppaði óvart á bíl konunnar, án þess þó að valda skemmdum. Þeir fóru til hennar og báðust afsökunar. Þegar konan keyrði af stað beygði hún snögglega, keyrði á tvo bræðranna og elti þann þriðja. Vitni segja að eftir það hafi hún stigið út úr bílnum, kveikt sér í sígarettu og horft á drengina liggja slasaða á bílastæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×