Erlent

Fann leyniskjöl á víðavangi

Breskur vörubílstjóri stóð skyndilega uppi með allar upplýsingar um öryggisviðbúnað vegna komu Pervez Musharraf, forseta Pakistan, til London þegar hann fann möppu á götu í London. Dagblaðið Daily Mirror greindi frá þessu í gær eftir að maðurinn sem fann skjölin kom þeim til blaðsins. "Ef hryðjuverkamenn hefðu komið höndum yfir þessi skjöl hefði það verið dauðadómur, ekki aðeins yfir Musharraf heldur líka yfir þeim Bretum sem tóku á móti honum," hafði blaðið eftir John Stalker, sérfræðingi í hryðjuverkamálum og fyrrum lögreglumanni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×