Erlent

Vilja nýja rannsókn á Estoniaslysi

Eistneskir stjórnmálamenn kröfðust þess að ný rannsókn yrði hafin á atburðunum sem leiddu til þess að ferjan Estonia sökk árið 1994. Kröfuna settu þeir fram eftir að upplýst var að ferjan hefði skömmu fyrir sjóferðina örlagaríku verið notuð til að flytja sovésk hergögn. Eistneska þingið þarf að taka ákvörðun um hvort ný rannsókn verði hafin og getur það tekið nokkurn tíma. 852 létu lífið þegar Estonia sökk. Niðurstaða nefndar sem rannsakaði atburðinn var að hleri á stefni skipsins hefði ekki þolað ágang sjósins og sjór flætt inn á bílaþilfar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×