Erlent

Tilræðið var sjálfsmorðstilraun

Tilræðið við Jacques Chirac Frakklandsforseta á þjóðhátíðardegi Frakka 2002 var líklega frekar tilraun til sjálfsmorðs en tilraun til að ráða forsetann af dögum. Þetta sagði lögreglumaðurinn Florence Adam á öðrum degi réttarhalda yfir Maxime Brunerie sem dró upp riffil og skaut að bílnum sem flutti forsetann. "Tilræðið var aðeins fyrirsláttur, hann ætlaði að fremja sjálfsmorð," sagði Adam sem yfirheyrði Brunerie nokkrum dögum eftir tilræðið. Hún sagði að hann hefði vonast til að falla fyrir hendi lífvarða forsetans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×