Erlent

Hélt pilt í gíslingu tímunum saman

Maður undir áhrifum fíkniefna tók níu ára dreng í gíslingu, hélt hníf að hálsi hans og hélt piltinum föngnum í fjóra klukkutíma á götu fyrir utan skóla drengsins í Bangkok snemma í gærmorgun. Lögreglumenn reyndu lengi að semja við manninn um að láta piltinn lausan. Þegar það gekk ekkert gripu þeir á það ráð að skjóta gúmmíhúðuðum kúlum í bak mannsins. Hann sleppti þá piltinum og reyndi að flýja en reiðir vegfarendur umkringdu manninn og gengu í skrokk á honum. Maðurinn krafðist þess að fá far á rútustöð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×