Erlent

Kynferðisleg áreitni á Burger King

Eigandi Burger King matsölustaðar í St. Louis í Bandaríkjunum þarf að borga sjö starfsmönnum samanlagt 25 milljónir króna í bætur vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustað. Sjömenningarnar voru allir stúlkur á unglingsaldri. Eigandinn þreifaði á þeim, talaði dónalega til þeirra og bað þær um að stunda kynlíf með sér. Stúlkurnar kvörtuðu ítrekað til yfirmanna sinna sem sögðust ekki hafa haft kjark til að standa andspænis eigandanum og biðja hann að hætta athæfi sínu. Þær kærðu því eigandann og er dómur nú fallinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×