Gagnrýnir viðbrögð yfirvalda 8. desember 2004 00:01 Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Eyðibýlið Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er í einangrun eftir að þrjú hross hafa á undanförnum dögum drepist úr miltisbrandi þar, að sögn Sigurðar Arnar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis. Það blæddi úr vitum, ytri kynfærum og endaþarmi hrossanna. Fyrsta hrossið drapst á fimmtudag, tvö hross drápust á sunnudag og fjórða hrossinu á bænum hefur verið lógað. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að níu manns séu í forvarnarmeðferð gegn miltisbrandi þar sem fólkið hafi á einn eða annan hátt komið nálægt hrossunum sem drápust. Landbúnaðarráðuneytið hefur að tillögu yfirdýralæknis fyrirskipað bann við flutningi búfjár til og frá bænum, brennslu hræjanna auk sótthreinsunar á svæðinu. Í tilkynningu frá embætti yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis segir að umferð fólks og dýra um svæðið sé einnig takmörkuð um sinn. Halldór Halldórsson, bóndi á Narfakoti sem er næsti bær við Sjónarhól, gagnrýnir starfshætti yfirvalda. Halldór sem er búfjáreftirlitsmaður á svæðinu segir að ekkert samband hafi verið haft við hann vegna málsins. Hann hafi sjálfur þurft að afla sér upplýsinga. "Ég kom að fyrsta hrossinu dauðu og snerti það en fékk bara skilaboð frá bóndanum um að ég ætti að fara til læknis og fá mér sýklalyf," segir Halldór. "Ég sótti það til heilsugæslulæknis og spurði hvort ég ætti ekki að fara í einhverja rannsókn en mér var sagt að það væri óþarfi. Mér finnst þetta voðalega skrítið allt saman. Svo er talað um að þetta sé vel girt núna. Eina girðingin er gulur borði þar sem stendur að svæðið sé í sóttkví og ég veit það að mín hross kunna ekki lesa. Við erum að fara að senda frá okkur hross í tamningu og vitum ekki hvort við megum það." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að grafa sem var notuð til að urða eitt hrossanna í landi Sjónarhóls hafi verið seld út á land. Hún mun nú vera austur í Þingvallasveit og hefur ekkert samband verið haft við nýjan eiganda hennar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira