Innlent

Stórtjón í bruna í vélsmiðju

Stórtjón varð í bruna í stórri vélsmiðju að Miðhrauni átta í Garðabæ í nótt. Tveir menn, sem voru við vinnu í smiðjunni þegar eldurinn braust út með skjótum hætti, sluppu ómeiddir út og kölluðu á slökkvilið. Þegar slökkvilið af öllu höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang skömmu síðar logaði út um glugga og í þakinu. Tæpa klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins og voru slökkviliðsmenn lengur á vettvangi að slökkva í glæðum. Mennirnir tveir voru að logsjóða og slípa og er talið að neisti hafi hrokkið frá þeim í málningu sem var þar skammt frá og að þar hafi strax kviknað mikill eldur. Nálæg hús voru ekki í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×