Erlent

79 listar í kosningunum í Írak

Sjálfsmorðsárás var gerð á græna svæðið í Bagdad í morgun, annan daginn í röð. Árásin var nákvæmlega eins og gerð á sama stað. Sjötíu og níu listar hafa verið lagðir fram fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í Írak sem haldnar verða í næsta mánuði. Þetta er annan daginn í röð sem öflug sprenging skekur græna svæðið þar sem ríkisstjórn landsins, erlend sendiráð og herstjórnin eru til staðar. Tólf særðust í árásinni, þar af fimm alvarlega. Árásin var gerð á hlið númer tólf, eins og árásin í gær. Tveir landgönguliðar voru drepnir nærri Bagdad í gær, að því er talsmenn Bandaríkjahers greindu frá í morgun. Ekki var greint frá kringumstæðum þessa en hersveit þeirra hefur einkum verið í nánd við borgirnar Ramadi og Fallujah, þar sem bardagar hafa enn á ný harðnað undanfarna daga. Lík átta ungra manna fundust í morgun nærri Mósúl í morgun og höfðu mennirnir verið teknir af lífi. Allir voru mennirnir klæddir í borgaraleg föt og er með öllu óljóst afhverju þeir voru drepnir. Sjötíu og níu listar hafa verið lagðir fram fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í Írak og meðal þeirra sem lagt hafa fram lista eru stjórnmálaflokkur súnníta sem hafði áður hótað því að sniðganga kosningarnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×