Innlent

Áhersla á jarðhita

"Í máli mínu hér mun ég mun fyrst og fremst leggja áherslu á hvað við erum að gera varðandi jarðhitamál og vetni, auk ýmislegs annars," sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sem nú situr ráðherrafund tíunda aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn hófst í gær í Buenos Aires í Argentínu og lýkur á morgun. Sigríður Anna segir helsta efni fundarins að hnýta lausa enda varðandi framkvæmd Kýótó bókunarinnar um losun gróðurhúsalofttegunda. Þá vakti skýrsla Norðurskautsráðsins um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum mikla athygli og sagði Sigríður Anna hana hafa verið nefnda í ræðum og hrósað. Hún sagðist þó ekki þora spá fyrir um hvort niðurstöður skýrslunnar myndu breyta afstöðu Bandaríkjanna, sem ekki ætla að vera aðilar að Kýótó bókuninni um losun gróðurhúsalofttegunda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×