Eftirlaunasjóður stjórnmálamanna? 17. desember 2004 00:01 Allt frá upphafi hefur íslenska utanríkisþjónustan - að ákveðnu marki - verið svo nátengd íslenskum stjórnmálum að segja má að þar hafi embættis- og stjórnmálakerfið runnið saman í eitt. Til skamms tíma voru það aðeins "lýðræðisflokkarnir" sem höfðu aðgang að þessu kerfi. Margur sprenglærður maðurinn hefur verið ráðinn inn í "þjónustuna" eins og hún er kölluð fyrir lærdóms og reynslu sakir, en hins vegar vekur meiri athygli hve margir þar virðast hafa verið ráðnir sökum flokkshollustu. Raunar hefur verið haft á orði að stjórnmálamenn líti á sendiherrastarfið sem eftirlaunasjóð sinn. Fram að þessu hafa hins vegar þeir stjórnmálamenn sem forframast hafa og orðið sendiherrar verið úr fremstu röð, en eftir skipun Júlíusar Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, má ljóst vera að vonir minni spámanna um slíka stöðuhækkun aukast til muna. Líta verður til upphafsins til að skýra málið. Sveinn Björnsson var fyrsti sendiherra Íslands erlendis og varð síðan fyrsti ríkisstjóri og því næst forseti lýðveldisins við stofnun. Sveinn var raunar pólitískasti forseti Íslands allt fram á daga Ólafs Ragnars Grímssonar, núverandi forseta. Þegar Íslendingar tóku við framkvæmd utanríkisstefnu sinnar úr höndum Dana 1918 fylgdu í fyrstu Íslendingar sem gegnt höfðu störfum í dönsku utanríkisþjónustunni. Pétur Benediktsson er dæmi um einn af fyrstu sendiherrum lýðveldisins en hann var sem kunnugt er síðar alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og vitaskuld bróðir Bjarna Benediktssonar ráðherra og föðurbróðir Björns Bjarnasonar. Pétur fór hins vegar fyrst í sendiherrastöðu og þaðan í þingmennsku sem er afar óvenjulegt. Af einhverjum ástæðum hafa forystumenn Alþýðuflokksins nýtt sér allra stjórnmálamanna mest þennan "eftirlaunasjóð stjórnmálamanna". Þannig hlýtur að teljast athyglisvert að fjórir síðustu formenn Alþýðuflokksins urðu sendiherrar: Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson. Og raunar bættust 6 af níu síðustu formönnum flokksins í þennan fríða flokk. Bæta má við Haraldi Guðmundssyni og Stefáni Jóhanni Stefánssyni. Aftur á móti sátu fjandvinirnir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson og einnig Emil Jónsson sem fastast á Klakanum. Jón Baldvin Hannibalsson lét ekki þar við sitja að skipa forvera sinn Kjartan Jóhannsson í embætti því þangað flaut einnig Eiður Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vart verður tölu komið á þá flokksmenn, marga vafalaust geysilega hæfa, sem Jón Baldvin skipaði svo í lægri embætti í ráðuneytinu. Framsóknarráðherrar hafa nokkrir orðið sendiherrar en þó hefur flokkurinn ekki sérhæft sig í að senda flokksformennina utan; kannski ræður þar ástin á ætthögunum. Allavega er flokkurinn mun sterkari víða annars staðar í stjórnkerfinu, til dæmis Seðlabankanum; samanber Finn Ingólfsson og Steingrím Hermannsson. Þó varð Kristinn Guðmundsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sendiherra og skemmti sér konunglega eins og lesa má í æviminningunum Frá Rauðasandi til Rússíá, að ógleymdum Einari Ágústssyni, einnig fyrrverandi utanríkisráðherra. Fleiri áberandi framsóknarmenn mætti nefna í utanríkisþjónustunni og nægir að nefna Hannes Jónsson, umdeildan blaðafulltrúa vinstri stjórnarinnar 1971-1974, sem var sendiherra um árabil. Sonur hans, Hjálmar W. Hannesson, fetaði síðar í fótspor hans og fer nú mikinn sem sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ástæðulaust er svo að gleyma Atla Ásmundssyni en það er vafalaust algjör tilviljun að hann hoppaði úr sæti aðstoðarmanns Halldórs Ásgrímssonar skömmu fyrir brottför hans af Rauðarárstígnum upp í að verða aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins í tvígang og forsætisráðherra í óþökk flokks síns (1980-1983), varð sendiherra í skamman tíma árið 1969 á milli þess sem hann var forsetaframbjóðandi og hæstaréttardómari en á undan og eftir var hann þingmaður og ráðherra. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú sendiherra í Kaupmannahöfn, er þó eini formaður Sjálfstæðisflokksins sem leitað hefur á náðir utanríkisþjónustunnar að lokinni tíð sinni í hvíta húsinu við Lækjartorg. Hafa ber í huga að bæði Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson tóku ekki við öðrum embættum að lokinni formennsku sinni og forystu í ríkisstjórnum og færri gegndu forystu í Sjálfstæðisflokknum en til dæmis í flokki "litla bróður" í viðreisn: Alþýðuflokknum. Samstaða var um það í lýðræðisflokkunum að utanríkisráðherra skyldi ekki koma úr röðum Sósíalistaflokks og Alþýðubandalags og er líklegt að það hafi valdið því að að Ólafur Ragnar Grímsson varð fjármálaráðherra 1980 en ekki utanríkisráherra eins og hugur hans stóð til. Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og fyrrverandi námsmaður í austantjaldsríki, var svo skipaður sendiherra og þar með var eina tabúið í íslenskri diplómatíu rofið: það mátti skipa (flokkshest) í embætti en ekki kommúnista. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Allt frá upphafi hefur íslenska utanríkisþjónustan - að ákveðnu marki - verið svo nátengd íslenskum stjórnmálum að segja má að þar hafi embættis- og stjórnmálakerfið runnið saman í eitt. Til skamms tíma voru það aðeins "lýðræðisflokkarnir" sem höfðu aðgang að þessu kerfi. Margur sprenglærður maðurinn hefur verið ráðinn inn í "þjónustuna" eins og hún er kölluð fyrir lærdóms og reynslu sakir, en hins vegar vekur meiri athygli hve margir þar virðast hafa verið ráðnir sökum flokkshollustu. Raunar hefur verið haft á orði að stjórnmálamenn líti á sendiherrastarfið sem eftirlaunasjóð sinn. Fram að þessu hafa hins vegar þeir stjórnmálamenn sem forframast hafa og orðið sendiherrar verið úr fremstu röð, en eftir skipun Júlíusar Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna, má ljóst vera að vonir minni spámanna um slíka stöðuhækkun aukast til muna. Líta verður til upphafsins til að skýra málið. Sveinn Björnsson var fyrsti sendiherra Íslands erlendis og varð síðan fyrsti ríkisstjóri og því næst forseti lýðveldisins við stofnun. Sveinn var raunar pólitískasti forseti Íslands allt fram á daga Ólafs Ragnars Grímssonar, núverandi forseta. Þegar Íslendingar tóku við framkvæmd utanríkisstefnu sinnar úr höndum Dana 1918 fylgdu í fyrstu Íslendingar sem gegnt höfðu störfum í dönsku utanríkisþjónustunni. Pétur Benediktsson er dæmi um einn af fyrstu sendiherrum lýðveldisins en hann var sem kunnugt er síðar alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og vitaskuld bróðir Bjarna Benediktssonar ráðherra og föðurbróðir Björns Bjarnasonar. Pétur fór hins vegar fyrst í sendiherrastöðu og þaðan í þingmennsku sem er afar óvenjulegt. Af einhverjum ástæðum hafa forystumenn Alþýðuflokksins nýtt sér allra stjórnmálamanna mest þennan "eftirlaunasjóð stjórnmálamanna". Þannig hlýtur að teljast athyglisvert að fjórir síðustu formenn Alþýðuflokksins urðu sendiherrar: Benedikt Gröndal, Kjartan Jóhannsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson. Og raunar bættust 6 af níu síðustu formönnum flokksins í þennan fríða flokk. Bæta má við Haraldi Guðmundssyni og Stefáni Jóhanni Stefánssyni. Aftur á móti sátu fjandvinirnir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson og einnig Emil Jónsson sem fastast á Klakanum. Jón Baldvin Hannibalsson lét ekki þar við sitja að skipa forvera sinn Kjartan Jóhannsson í embætti því þangað flaut einnig Eiður Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vart verður tölu komið á þá flokksmenn, marga vafalaust geysilega hæfa, sem Jón Baldvin skipaði svo í lægri embætti í ráðuneytinu. Framsóknarráðherrar hafa nokkrir orðið sendiherrar en þó hefur flokkurinn ekki sérhæft sig í að senda flokksformennina utan; kannski ræður þar ástin á ætthögunum. Allavega er flokkurinn mun sterkari víða annars staðar í stjórnkerfinu, til dæmis Seðlabankanum; samanber Finn Ingólfsson og Steingrím Hermannsson. Þó varð Kristinn Guðmundsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sendiherra og skemmti sér konunglega eins og lesa má í æviminningunum Frá Rauðasandi til Rússíá, að ógleymdum Einari Ágústssyni, einnig fyrrverandi utanríkisráðherra. Fleiri áberandi framsóknarmenn mætti nefna í utanríkisþjónustunni og nægir að nefna Hannes Jónsson, umdeildan blaðafulltrúa vinstri stjórnarinnar 1971-1974, sem var sendiherra um árabil. Sonur hans, Hjálmar W. Hannesson, fetaði síðar í fótspor hans og fer nú mikinn sem sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ástæðulaust er svo að gleyma Atla Ásmundssyni en það er vafalaust algjör tilviljun að hann hoppaði úr sæti aðstoðarmanns Halldórs Ásgrímssonar skömmu fyrir brottför hans af Rauðarárstígnum upp í að verða aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada. Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins í tvígang og forsætisráðherra í óþökk flokks síns (1980-1983), varð sendiherra í skamman tíma árið 1969 á milli þess sem hann var forsetaframbjóðandi og hæstaréttardómari en á undan og eftir var hann þingmaður og ráðherra. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú sendiherra í Kaupmannahöfn, er þó eini formaður Sjálfstæðisflokksins sem leitað hefur á náðir utanríkisþjónustunnar að lokinni tíð sinni í hvíta húsinu við Lækjartorg. Hafa ber í huga að bæði Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson tóku ekki við öðrum embættum að lokinni formennsku sinni og forystu í ríkisstjórnum og færri gegndu forystu í Sjálfstæðisflokknum en til dæmis í flokki "litla bróður" í viðreisn: Alþýðuflokknum. Samstaða var um það í lýðræðisflokkunum að utanríkisráðherra skyldi ekki koma úr röðum Sósíalistaflokks og Alþýðubandalags og er líklegt að það hafi valdið því að að Ólafur Ragnar Grímsson varð fjármálaráðherra 1980 en ekki utanríkisráherra eins og hugur hans stóð til. Svavar Gestsson, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins og fyrrverandi námsmaður í austantjaldsríki, var svo skipaður sendiherra og þar með var eina tabúið í íslenskri diplómatíu rofið: það mátti skipa (flokkshest) í embætti en ekki kommúnista.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira