Spor liggja í allar áttir 13. október 2005 15:13 "Fyrir mér er þetta bara svo spennandi vinna að svo mörgu leyti. Með gerð Íslendingabókar var sett saman rannsóknartæki sem gagnast ekki aðeins við rannsóknir á meingenum, heldur reynist líka geysiöflugt tæki til að rannsaka íslenska sögu," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem á dögunum birti niðurstöður rannsóknar um búsetu Íslendinga og misjafnan erfðabreytileika eftir landshlutum. Kári segir að rannsóknin feli í sér skemmtilegan vitnisburð um hversu stöðug búseta Íslendinga hefur verið í gegnum aldirnar. "Menn hafa búið í sinni sveit og fundið sinn maka þar og búið þar mann fram af manni. Þetta eru auðvitað bara staðreyndirnar og það væri gaman leita útskýringa hvernig á þessu stendur." Íslensk erfðagreining hefur slitið barnskónum og Kári segir það gaman að líta yfir farinn veg út frá sögu fyrirtækisins. "Þetta er ákaflega spennandi vinna og það er líka gaman fyrir mig, hróið í hópnum, að fylgjast með fólki koma inn á stuttbuxunum, að því er liggur við, og vaxa upp úr grasi innan fyrirtækisins." Agnar Helgason er verkefnisstjórinn sem stýrði rannsókninni um tengsl átthaga og erfðabreytileika og Kári ber honum söguna afar vel. "Agnar kom fyrst til vinnu hjá okkur þegar hann var doktorsnemi í mannfræði í Bretlandi. Það vildi svo til að við höfðum sameiginlega áhuga á erfðafræðilegri mannfræði og hann hefur sinnt vinnu sinni einstaklega vel. Ég er ekki viss um að margir í heiminum hafi unnið merkilegri mannfræðirannsóknir en hann hefur gert upp á síðkastið með þeim tækjum sem Íslensk erfðagreining býr yfir." Kári segir erfitt að segja til um hver næstu skref verða. "Af þessum niðurstöðum spretta óteljandi nýjar spurningar og sporin liggja í allar áttir. En niðurstöður Agnars sýna okkur að minnsta kosti hvaða ráðstafanir við verðum að gera til að vinna rannsóknir okkar vel." Heilsa Innlent Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Fyrir mér er þetta bara svo spennandi vinna að svo mörgu leyti. Með gerð Íslendingabókar var sett saman rannsóknartæki sem gagnast ekki aðeins við rannsóknir á meingenum, heldur reynist líka geysiöflugt tæki til að rannsaka íslenska sögu," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem á dögunum birti niðurstöður rannsóknar um búsetu Íslendinga og misjafnan erfðabreytileika eftir landshlutum. Kári segir að rannsóknin feli í sér skemmtilegan vitnisburð um hversu stöðug búseta Íslendinga hefur verið í gegnum aldirnar. "Menn hafa búið í sinni sveit og fundið sinn maka þar og búið þar mann fram af manni. Þetta eru auðvitað bara staðreyndirnar og það væri gaman leita útskýringa hvernig á þessu stendur." Íslensk erfðagreining hefur slitið barnskónum og Kári segir það gaman að líta yfir farinn veg út frá sögu fyrirtækisins. "Þetta er ákaflega spennandi vinna og það er líka gaman fyrir mig, hróið í hópnum, að fylgjast með fólki koma inn á stuttbuxunum, að því er liggur við, og vaxa upp úr grasi innan fyrirtækisins." Agnar Helgason er verkefnisstjórinn sem stýrði rannsókninni um tengsl átthaga og erfðabreytileika og Kári ber honum söguna afar vel. "Agnar kom fyrst til vinnu hjá okkur þegar hann var doktorsnemi í mannfræði í Bretlandi. Það vildi svo til að við höfðum sameiginlega áhuga á erfðafræðilegri mannfræði og hann hefur sinnt vinnu sinni einstaklega vel. Ég er ekki viss um að margir í heiminum hafi unnið merkilegri mannfræðirannsóknir en hann hefur gert upp á síðkastið með þeim tækjum sem Íslensk erfðagreining býr yfir." Kári segir erfitt að segja til um hver næstu skref verða. "Af þessum niðurstöðum spretta óteljandi nýjar spurningar og sporin liggja í allar áttir. En niðurstöður Agnars sýna okkur að minnsta kosti hvaða ráðstafanir við verðum að gera til að vinna rannsóknir okkar vel."
Heilsa Innlent Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira