Innlent

Fylgislaus á hátindi ferilsins

Halldór Ásgrímsson er á hátindi ferils síns, orðinn forsætisráðherra þrjátíu árum eftir að hann settist á þing og rúmum tuttugu árum eftir að hann settist fyrst í ríkisstjórn. "Halldór er fylgislaus forsætisráðherra. Hefur átt í miklum vandræðum með Íraksmálið og hrakist úr einu horni í annað með það" segir Egill Helgason. Pétur Gunnarsson segir að forsætisráðherratíð Halldórs hafi farið af stað með glæsibrag. Hann leitist við að ná samstöðu og forðast átök eins og sést hafi í kennaradeilunni og skipan stjórnarskrárnefndar. "Það hafa margir kallað eftir slíkum vinnubrögðum og þau munu skila Halldóri auknum vinsældum." Flokksbróðir Halldórs sem starfar á Alþingi viðurkennir hins vegar að árið hafi verið Halldóri erfitt: "Hann ákvað að fórna ekki stjórnarsamstarfinu í fjölmiðlamálinu þótt Davíð gengi fram eins og hann gerði. Þetta hefur kostað Halldór meira pólitískt en Davíð, alveg eins og Íraksstríðið. Innanflokks var hann með nánast samfellda uppreisn í gangi og Kristinn H. Gunnarsson hlýtur að bjóða sig fram til formennsku á flokksþingi á næsta ári."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×