Sigrún er húkkuð á skokkinu 30. ágúst 2004 00:01 "Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra." Heilsa Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi. "Ég byrjaði hægt og rólega og gerði þetta mest upp á eigin spýtur, hljóp reyndar með vinkonu minni til að byrja með og fékk leiðbeiningar frá hlaupara í fjölskyldunni." Sigrún rifjar upp hvernig hún byrjaði skokkið fyrir alvöru, en það gerðist þegar hún var á ferðalagi á Spáni. "Ég var þar með systur minni og mági og til þeirra komu hlauparar í heimsókn. Það sem átti að vera eins konar lúxus- og nautnaferð snerist upp í allsherjar heilsuferð. Ég hef aldrei drukkið jafn lítið á ferðalagi og var alltaf komin í rúmið klukkan ellefu til að vera fersk í hlaupið á morgnana," segir Sigrún og skellihlær. Hún segir ótrúlega auðvelt að verða háður hlaupunum en hún hefur stundað ýmiskonar heilsurækt eins og eróbikk og spinning. "Það var ekki fyrr en ég byrjaði að hlaupa sem ég varð svona háð líkamsræktinni." Sigrún mælir með því að fólk fari í hlaupahóp, því þannig náist bæði aginn sem sé nauðsynlegur og svo sé það miklu skemmtilegra. "Mér fannst koma alveg ný vídd í þetta þegar ég fór að hlaupa með hópi inni í Laugum, og það hjálpar mér persónulega þegar kemur að aganum. Já, hlauparar eru óstjórnlega skemmtilegir karakterar," segir Sigrún aðspurð. "Það raðast í þetta sport skondið og skemmtilegt fólk og ég virkilega nýt þessa félagsskapar." Sigrún segist hafa grennst frá því að hún hóf hlaupin og getur borðað hvað sem hún vill án þess að fitna. "Það er ný og skemmtileg lífsreynsla," segir hún hlæjandi. "En það eru fleiri kostir. Ég vinn álagsvinnu og þetta er mitt jóga, náttúran og hreina loftið eru bónus og ég fæ ómælda orku og gleði út úr þessu. Sigrún ráðleggur fólki sem vill byrja að skokka að fara sér rólega í byrjun, hlaupa og ganga í bland og ætla sér ekki of mikið. "Og endilega að fá einhvern með sér, það gerir þetta allt svo miklu skemmtilegra."
Heilsa Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið