Valin besti málflutningsmaðurinn 15. júní 2004 00:01 "Þetta er alveg frábær tilfinning," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi. Hrafnhildur bar sigur út bítum í Norrænu málflutningskeppninni ásamt félögum sínum úr Háskóla Íslands nú um helgina. Hún var einnig valin besti málflutningsmaður síns riðils sem verður að teljast góður árangur. Keppnin fór fram á sænsku, norsku og dönsku og talaði Hrafnhildur norsku í keppninni. Hún segist þó ekki vera altalandi á því tungumáli enda bjó hún þar aðeins um tveggja ár skeið í æsku."Ég á auðvelt með að lesa norsku en langar lögfræðilegar setningar geta vafist svolítið fyrir mér." Mikil vinna fór í undirbúning hjá íslenska liðinu en hann hófst strax í mars þegar liðið þurfti að skila ítarlegri greinagerð um málið. "Við heltum okkur síðan aftur í vinnu eftir próflesturinn og 21. maí byrjuðum við að vinna í ræðunum. Ég var fyrsti ræðumaður míns liðs og reyndi að setja málið skýrt fram," segir Hrafnhildur og bætir því við flutningurinn hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að hafa verið valin besti málflutningsmaður riðilsins segist Hrafnhildur ekki hafa verið betri en aðrir í íslenska liðinu. Úrslitin komu íslenska liðinu mikið á óvart enda í fyrsta skipti sem Ísland kemst í úrslit. "Við vorum ánægð að hafa náð í úrslit og höfðum ákveðið að fagna vel sama hvernig þau færu. Síðan fóru þau svona ótrúlega skemmtilega þannig að við erum auðvitað í skýjunum." Hrafnhildur vinnur þessa dagana að lokaritgerð sinni við lagadeildina ásamt því að starfa sem flugfreyja. Hún segir framhaldið þó óráðið. "Mér þykir lögmennska spennandi en eins hef ég mikinn áhuga á refsirétti og að vinna fyrir ákæruvaldið." Þau Ari Karlsson, Hervör Pálsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir skipuðu íslenska liðið ásamt Hrafnhildi. Tilveran Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Þetta er alveg frábær tilfinning," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir laganemi. Hrafnhildur bar sigur út bítum í Norrænu málflutningskeppninni ásamt félögum sínum úr Háskóla Íslands nú um helgina. Hún var einnig valin besti málflutningsmaður síns riðils sem verður að teljast góður árangur. Keppnin fór fram á sænsku, norsku og dönsku og talaði Hrafnhildur norsku í keppninni. Hún segist þó ekki vera altalandi á því tungumáli enda bjó hún þar aðeins um tveggja ár skeið í æsku."Ég á auðvelt með að lesa norsku en langar lögfræðilegar setningar geta vafist svolítið fyrir mér." Mikil vinna fór í undirbúning hjá íslenska liðinu en hann hófst strax í mars þegar liðið þurfti að skila ítarlegri greinagerð um málið. "Við heltum okkur síðan aftur í vinnu eftir próflesturinn og 21. maí byrjuðum við að vinna í ræðunum. Ég var fyrsti ræðumaður míns liðs og reyndi að setja málið skýrt fram," segir Hrafnhildur og bætir því við flutningurinn hafi gengið mjög vel. Þrátt fyrir að hafa verið valin besti málflutningsmaður riðilsins segist Hrafnhildur ekki hafa verið betri en aðrir í íslenska liðinu. Úrslitin komu íslenska liðinu mikið á óvart enda í fyrsta skipti sem Ísland kemst í úrslit. "Við vorum ánægð að hafa náð í úrslit og höfðum ákveðið að fagna vel sama hvernig þau færu. Síðan fóru þau svona ótrúlega skemmtilega þannig að við erum auðvitað í skýjunum." Hrafnhildur vinnur þessa dagana að lokaritgerð sinni við lagadeildina ásamt því að starfa sem flugfreyja. Hún segir framhaldið þó óráðið. "Mér þykir lögmennska spennandi en eins hef ég mikinn áhuga á refsirétti og að vinna fyrir ákæruvaldið." Þau Ari Karlsson, Hervör Pálsdóttir, Heiða Björg Pálmadóttir, Sesselja Sigurðardóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir skipuðu íslenska liðið ásamt Hrafnhildi.
Tilveran Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira