Erlent

Sharon ekki ákærður

Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels verður ekki ákærður fyrir mútuhneyksli að sögn dómsmálaráðherra landsins, Menachem Mazuz. Málið snýst um meintar mútugreiðslur upp á hundruðir þúsunda Bandaríkjadala, sem sonur Sharons á að hafa fengið í lok síðasta áratugar frá ísraelskum kaupsýslumanni, og að Sharon hafi átt aðild að málinu. Aðalsaksóknari í málinu hafði lagt til að Sharon yrði sóttur til saka en dómsmálaráðherra Ísraels ákvað að af því yrði ekki þar sem ekki lægju fyrir fullnægjandi sannanir. Pólitískir andstæðingar Sharons segja þó að málinu sé ekki lokið, auk þess sem forsætisráðherrann gæti átt yfir höfði sér ákærur í tveimur öðrum málum sem varða spillingu og er nú verið að rannsaka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×