Erlent

Neðanjarðarborg í Belgrad

Neðanjarðarbyrgi tengd saman með leynigöngum hafa fundist í Belgrad, höfuðborg Serbíu-Svartfjallalands. Talið er að eftirlýstir stríðsglæpamenn hafi falið sig í byrgjunum, sem fjölmiðlar í Serbíu-Svartfjallalandi, hafa lýst sem "neðjanjarðarborg". Talið er að göngin og byrgin hafi verið byggð um árið 1960 þegar Josip Broz Tito var allsráðandi í Júgóslavíu. Enginn vissi af göngunum nema háttsettir herforingjar og stjórnmálamenn. Borgin svokallaða, sem er þrír ferkílómetrar í þvermál, fannst þegar lögreglan rannsakaði morð á tveimur hermönnum sem fundust skotnir í höfuðið við inngang leyniganganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×