Erlent

Öryggi fer versnandi

Öryggisástandið í Darfur-héraði í Súdan fer versnandi, að mati sérfræðinga bresku hjálparsamtakanna Oxfam. Glæpagengi fara þar um og ræna bílalestir hjálparsamtaka, sem hafa í kjölfarið neyðst til að flytja gögn einungis með þyrlum til fimm bæja. Ekki er hægt að bora eftir vatni sökum þessa, og talin hætta á að fjöldi íbúa héraðsins fái því hvorki vatn né þurrt þegar þurrkatímabilið gengur í garð innan skamms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×