Erlent

Fjöldi manns lokast inni

Um 166 manns lokuðust neðanjarðar inn í námu eftir gríðarlega öfluga gas sprengingu í Kína í gær án nokkura leiða til að ná sambandi við umheiminn. Um 300 námuverkamenn voru í námunni sem er í Shaanxi héraði þegar sprengingin átti sér stað en um 127 námumenn sluppu. Náman er full af gasi og reyk sem gerir björgunarmönnum erfitt fyrir. Kínverskar námur eru meðal þeirra hættulegustu í heiminum en fyrr í þessum mánuði létust 150 manns í sprengingu í námu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×