Erlent

Skutu þrjá egypska hermenn

Ísraelskir hermenn skutu þrjá egypska lögreglumenn til bana á landamærum Gaza og Egyptalands í gærmorgun. Ísraelarnir urðu varir við mannaferðir nærri landamærunum og töldu að þar væru á ferð Palestínumenn að smygla vopnum. Þeir skutu því á þá úr skriðdreka. Ísraelsk stjórnvöld báðust strax afsökunar og fyrirskipuðu rannsókn á atvikinu, sem þau lofuðu að lyki fljótt. Óvíst er hvaða áhrif atvikið hefur á samskipti ríkjanna. Egyptar segjast bíða meiri upplýsinga en líta á þetta sem mistök að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×