Erlent

Öðruvísi heili

Heili þeirra sem neyta kókaíns er öðruvísi en heilinn í öðru fólki. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar lækna í Boston í Bandaríkjunum. Í rannsókninni, þar sem borin var saman gerð og starfsemi heila í þeirra sem neyta kókaíns og samanburðarhóps, kom í ljós að svokölluð heilamandla, var mun minni í kókaínneytendunum. Hvort mandlan minnkar við notkun kókaíns, eða lítil mandla eykur líkur á fíkn er ekki vitað, en því minni sem hún er, því líklegra er að viðkomandi geri sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×