Erlent

Bandaríkjamanni rænt í Írak

Bandaríkjamanni hefur verið rænt í Írak, og sendi írakskur hryðjuverkahópur frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann hefði manninn í haldi. Arabísk sjónvarpsstöð sýndi myndbandsupptöku af manninum, sem starfar sem óbreyttur stjórnandi á flugvellinum í Bagdad. Á upptökunni hvetur hann erlenda verktaka til að hætta að eiga viðskipti við fyrirtækið sem hann starfar fyrir, Sky Link. Hópurinn, sem hefur manninn í haldi, hefur áður rænt fjölda erlendra ríkisborgara í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×