Vinsældir ævintýraferða aukast 18. desember 2004 00:01 Á Spáni er gott að djamma og djúsa með sangríu og quick-tan brúsa, en svo virðist sem landinn hafi fengið leið á slíku. Vinsældir ævintýraferða af ýmsu tagi fara vaxandi að sögn þeirra sem til þekkja. Gönguferðir og fjallgöngur eru þar framarlega í flokki. Þetta eru dýrar ferðir en kannski ekki svo mikið dýrari en venjuleg sólarlandaferð þegar upp er staðið og skilur meira eftir sig. Fólk eyðir nefnilega ekki miklum peningum þegar það gengur um strjálbýlið í Nepal. Helgi Benediktsson, sem kenndur er við Útilíf, hefur farið með fjölda fólks í gönguferðir til Nepal og undirbýr nú eina slíka göngu- og ævintýraferð um Annapurna-svæðið í Himalayjafjöllum um næstu páska. Hann segir að þetta sé einskonar lúxus-gönguferð og ekki erfið en þó saki ekki að fólk hafi einhverja reynslu af göngu. Hann segir Nepal vera draumagöngusvæði veraldar, m.a. vegna fjallanna þar sem séu þau hæstu í heimi auk menningarinnar sem þarna er. Í umræddri gönguferð verður gengið í 2000-3000 metra hæð sem að sögn Helga er mjög þægileg hæð. Helgi ætlar að fara með fjórtán manns með sér í ferðina sem tekur sextán daga og kostar 250 þúsund. Ferðalög Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á Spáni er gott að djamma og djúsa með sangríu og quick-tan brúsa, en svo virðist sem landinn hafi fengið leið á slíku. Vinsældir ævintýraferða af ýmsu tagi fara vaxandi að sögn þeirra sem til þekkja. Gönguferðir og fjallgöngur eru þar framarlega í flokki. Þetta eru dýrar ferðir en kannski ekki svo mikið dýrari en venjuleg sólarlandaferð þegar upp er staðið og skilur meira eftir sig. Fólk eyðir nefnilega ekki miklum peningum þegar það gengur um strjálbýlið í Nepal. Helgi Benediktsson, sem kenndur er við Útilíf, hefur farið með fjölda fólks í gönguferðir til Nepal og undirbýr nú eina slíka göngu- og ævintýraferð um Annapurna-svæðið í Himalayjafjöllum um næstu páska. Hann segir að þetta sé einskonar lúxus-gönguferð og ekki erfið en þó saki ekki að fólk hafi einhverja reynslu af göngu. Hann segir Nepal vera draumagöngusvæði veraldar, m.a. vegna fjallanna þar sem séu þau hæstu í heimi auk menningarinnar sem þarna er. Í umræddri gönguferð verður gengið í 2000-3000 metra hæð sem að sögn Helga er mjög þægileg hæð. Helgi ætlar að fara með fjórtán manns með sér í ferðina sem tekur sextán daga og kostar 250 þúsund.
Ferðalög Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira