Erlent

Harðir bardagar í Mósúl

Í það minnsta 20 létust í hörðum bardaga í borginni Mósúl í Norður-Írak í morgun. Þetta eru mannskæðustu átök í Írak frá því að Írakar tóku aftur við völdum í landinu. Barist var á nokkrum stöðum í borginni, þar á meðal í miðbænum. Bardagarnir stóðu yfir í nokkra klukkutíma og þurftu írakskir lögreglumenn að berjast á götum úti við skæruliðana sem svöruðu fyrir sig með handstýrðum flaugum sem ollu miklum skaða. Tólf létust, flestir óbreyttir borgarar, og yfir fimmtíu manns særðust. Uppreisnarmenn létu tvö gísla lausa í morgun sem komu frá Tyrklandi eftir að fyrirtæki sem þeir unnu fyrir lofaði að hætta að vinna fyrir Bandaríkjaher. Eiginkona annars mannsins var að vonum hæstánægð og sagðist bæði þakka Guði og og yfirmönnum fyrirtækisins. Hún sagði ekki koma til greina að maður sinn færi nokkurn tímann aftur til Íraks. Fjórir jórdanskir gíslar voru frelsaðir í morgun en það var írakskur leiðtogi ættbálks, Sheik Haj Ibrahim Jassam, sem frelsaði þá. Sheikinn fékk upplýsingar í gærkvöldi að mönnunum væri haldið í útjaðri Fallujah. Hann safnaði síðar saman mönnum og réðst inn í húsið. Mannræningjarnir flúðu af vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×