Ólætin í Grindavík rædd á morgun 27. desember 2004 00:01 Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur hittist á morgun til að ræða ólæti sem brutust út á jóladagskvöld fimmtu jólin í röð. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að í samráði við bæjarbúa verði leitað allra leiða til koma í veg fyrir að þetta ástand verði viðvarandi. Slík skrílslæti hafa þekkst á gamlárskvöld og þrettándanum á fleiri stöðum á landinu í gegnum tíðina. "Það var auðséð að við réðum ekkert við ástandið. Þarna voru á ferð nokkrir ólátabelgir sem höfðu safnað áhorfendum sem hvöttu þá til dáða," segir Hlöðver Magnússon, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi, en þar var ástandið slæmt á þrettándanum um nokkurt skeið. Hlöðver meiddist á auga og á höfði í látum árið 1980 þegar hann fékk tvö klakastykki í hausinn sem kastað var að lögreglumönnunum. Næstu tvö ár á eftir var fengin hjálp frá lögreglunni úr Reykjavík til að vinna bug á ástandinu. Guðjón Axelsson, hjá lögreglunni á Selfossi, segir að ástandið hafi verið orðið gott um árið 1985. Fram að þeim tíma hafi óeirðaseggirnir hent drasli og dóti út á götur, hvolft úr ruslafötum og brotið rúður í húsum. Hann segir að upphaflega hafi slík læti verið bundin við gamlárskvöld þegar ekkert sjónvarp var. En ólætin hafi færst yfir á þrettándann þegar föst dagskrá var í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Ófremdarástand var í Hafnarfirði í tuttugu til þrjátíu ár á þrettándanum þar til fyrir um tíu árum síðan. Þar safnaðist fjöldi ungmenna saman í miðbænum. Rúður voru brotnar, bílum velt og bátar dregnir eftir götum. Ólafur Emilsson, hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að með samstilltu átaki margra hafi tekist að vinna bug á ólátunum og er Hafnarfjörður nú friðsæll og til fyrirmyndar á þrettándanum. Stríðsástand var á Sauðárkróki á gamlárskvöld í fjölda ára. Bæjaryfirvöldum, sýslumanni og lögreglu tókst hins vegar að stöðva þróunina og hefur ástandið verið mjög gott síðustu 23 ár að sögn Guðmundar Óla Pálssonar, varðstjóra á Sauðárkróki. Guðmundur segir að ólætin hafi byrjað um kvöldmatarleytið á gamlárskvöld og þau hafi staðið í þrjá til fjóra klukkutíma.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira